Selfoss fær nýjan markvörð

Eva Ýr Helgadóttir. Ljósmynd/UMFS

Eva Ýr Helgadóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Selfoss. Eva Ýr, sem er 27 ára markvörður, spilaði alla leiki Aftureldingar í Lengjudeildinni síðasta sumar.

„Það er mikið fagnaðarefni að hafa nælt í Evu. Reynsla hennar mun hjálpa ungu leikmönnunum okkar að þroskast í rétta átt. Hún er ekki bara með mikla reynslu af bæði efstu deild og 1. deild heldur hefur hún verið að mínu mati einn besti markvörður landsins undanfarin ár. Núna erum við með tvo alvöru íslenska markmenn sem munu hjálpast að við að gera okkur samkeppnishæf á ný,“ segir Björn Sigurbjörnsson þjálfari Selfoss.

Fyrri greinSkautað í tunglsljósinu
Næsta greinFlugeldasýning á þrettándanum