Selfoss fær leikmann frá Úkraínu

Albert Gatilov. Ljósmynd/Selfoss Fótbolti

Hinn 22 ára gamli Albert Gatilov hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild Selfoss. Hann er fæddur og uppalinn í Úkraínu og kom hingað til lands fyrr á þessu ári.

Gatilov getur leyst flestar stöður framarlega á vellinum en hann var í unglingaakademíu stórliðsins Shakthar Donetsk og hefur undanfarin ár spilað í neðri deildum Úkraínu.

Í dag voru birt drög að leikjaniðurröðun Lengjudeildarinnar á komandi tímabili. Gatilov og félagar á Selfossi hefja leik á heimavelli gegn Aftureldingu þann 6. maí.

Fyrri greinÓmar Ingi handknattleiksmaður ársins
Næsta greinMannamót – styrkir tengsl og eykur þekkingu