Selfoss fær efnilega vinstri skyttu

Ljósmynd: Umf. Selfoss/ÁÞG

Vinstri skyttan Sólveig Ása Brynjarsdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss og mun spila með meistaraflokki kvenna í Grill 66 deildinni í vetur.

Sólveig Ása, sem er tuttugu ára gömul, kemur til Selfoss frá uppeldisfélagi sínu, Fjölni.

Í tilkynningu frá Selfyssingum er því fagnað að þessi efnilegi leikmaður skuli taka slaginn með Selfoss í Grill 66 deildinni í vetur.

Fyrri greinBjörguðu fé í sjálfheldu
Næsta greinSundhöllin opnuð aftur á miðvikudag