Selfoss fær bandarískan framherja

Darian Powell skrifar undir samninginn við Selfoss. Ljósmynd/Aðsend

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska framherjann Darian Powell fyrir komandi keppnistímabil í Pepsideild kvenna.

Powell er 24 ára gömul og lék með sterku liði Marquette University í bandaríska háskólaboltanum.

 „Ég er búinn að fylgjast með henni síðustu tvö ár og tel að hún muni henta okkar leikskipulagi vel. Hún kemur úr háskólaliði sem spilar ekkert ósvipaðan bolta og við. Hún gerði gott mót þar og ég tel að hún muni pluma sig vel hjá okkur. Hún er mikill markaskorari, fljót og góð á boltann og ég hlakka mikið til að vinna með henni,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss.

Fyrri greinÝmsar perlur sem kalla inn jólin
Næsta greinKveikt í ruslagámi við FSu