Selfoss fær bandarískan framherja

Haley Johnson í búningi Selfoss. Ljósmynd/Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska framherjann Haley Marie Johnson og mun hún leika með liði félagsins í Bestu deildinni út leiktíðina.

Johnson er 23 ára og kemur úr Milwaukee háskóla en eftir útskrift hefur hún leikið með RKC Third Coast í 2. deildinni í Bandaríkjunum.

Í tilkynningu frá Selfyssingum segir að félagið bindi vonir við að Johnson muni bæta sóknarleik liðsins og valda usla í vörn andstæðingsins.

Selfoss hefur keppni á nýjan leik í deildinni næstkomandi laugardag kl. 17, þegar Keflavík kemur í heimsókn.

Fyrri greinFrábær árangur á USA Cup
Næsta greinÍbúar beðnir um að fara sparlega með kalda vatnið