Selfoss fær örvhentan hornamann

Sarah Boye, örvhentur hornamaður, hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til eins árs. Sarah er 21 árs Dani og spilaði áður með Herning Ikast Håndbold í Danaveldi.

Sarah er kærkomin viðbót við liðið enda ekki margir örvhentir leikmenn kvennamegin, mun hún því koma til með að styrkja hóp meistaraflokk kvenna, segir í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni.

Fyrri greinLeiðarinn bauð lægst í ljósleiðaralögn í Flóahreppi
Næsta greinBiskupstungnabraut lokað við Reykholt