Selfoss fær markvörð frá Jamaica

Selfyssingar hafa samið við markvörðinn Nicole McClure um að leika með kvennaliði félagsins í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í sumar.

McClure er 22 ára gömul, fædd á Jamaica, og kemur frá Háskólanum í Suður-Flórída og er því fyrrum liðsfélagi Valorie O’Brien sem Selfoss samdi við á dögunum.

Hún hóf nám við Háskólann á Hawaii en flutti sig til Flórída árið 2009 og þótti standa sig vel á milli stanganna hjá USF Bulls í bandaríska háskólaboltanum.

McClure hefur einnig leikið með U20 ára landsliði Jamaica. Hún er 170 sm á hæð og 73 kíló.

Fyrri greinGerir ekki upp á milli íþróttanna
Næsta greinInnbrot á pizzastað