Selfoss færist niður töfluna

Selfoss tapaði 2-0 þegar liðið heimsótti KA á Akureyri í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar eru nú í 10. sæti deildarinnar.

KA skoraði mörkin tvö á tveggja mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 2-0 í leikhléi. Samkvæmt fotbolti.net voru KA menn líklegri til að bæta við í síðari hálfleik en Selfoss að minnka muninn.

Selfyssingar hafa aðeins fengið fjögur stig út úr síðustu fimm leikjum sínum og eru nú í tíunda sæti deildarinnar. Ef BÍ/Bolungarvík leggur Þrótt á morgun eru Selfyssingar komnir í fallsæti.

Næsti leikur Selfoss er botnbaráttuleikur gegn Grindavík á Selfossvelli á þriðjudagskvöld.

Fyrri grein300 þúsund trjáplöntum plantað á Suðurlandi
Næsta greinFlugeldasýning í fyrsta sigri Hamars – Ægir tapaði