Selfoss fær markvörð frá Breiðabliki

Knattspyrnudeild Selfoss samdi í morgun við 23 ára gamlan markvörð, Vigni Jóhannesson, sem kemur til liðsins frá Breiðabliki. Samningur Selfoss við Vigni er til tveggja ára.

Undanfarin tvö sumur hefur Breiðablik lánað Vigni til Njarðvíkur og hefur hann leikið 32 leiki með Suðurnesjaliðinu í 2. deildinni og bikarkeppni. Í vetur hefur hann leikið með liði Auburn Montgomery í bandaríska háskólaboltanum.

Hann lék þrjá leiki með Blikum í efstu deild árið 2008. Hann á að baki fimm landsleiki með U19 og U17 ára liðum Íslands.

Fyrri greinSérstakt eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri
Næsta greinÖrlítill munur á lægstu tilboðunum