Selfoss fær Einar Pétur lánaðan

Handboltalið Selfoss hefur fengið vinstri hornamanninn Einar Pétur Pétursson lánaðan frá Haukum fyrir komandi leiktíð í 1. deildinni.

Einar er 21 árs gamall, frár á fæti og lunkinn í hraðaupphlaupum auk þess sem hann er sterkur varnarlega, sér í lagi fyrir framan í 3-2-1 og 5-1 vörn.

Einar er að láni út komandi leiktíð en samkvæmt nýjum reglum getur “heimalið” leikmannsins kallað hann til baka með sjö daga fyrirvara.