Selfoss fær bikarmeistarana í heimsókn

Selfoss fær heimaleik gegn bikarmeisturum Vals í undanúrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu.

Selfoss sló Fram út í gærkvöldi í 8-liða úrslitum og hafði áður lagt KR og Njarðvík að velli.

Dregið var í undanúrslitin í hádeginu í dag, en í hinni viðureigninni eigast við ÍBV og FH. Leikur Selfoss og Vals fer fram á JÁVERK-vellinum miðvikudaginn 27. júlí kl. 19:15.