Selfoss enn án stiga

Selfoss er enn án sigurs í A-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu. Liðið mætti Fylki í kvöld í Egilshöllinni og tapaði 2-1.

Fylkir komst yfir á 12. mínútu leiksins en Magdalena Reimus jafnaði fyrir Selfoss hálftíma síðar.

Staðan var 1-1 í hálfleik en Fylkir komst aftur yfir eftir tólf mínútna leik í síðari hálfleik og hélt forskotinu til leiksloka.

Næst á dagskrá hjá Selfossliðinu er æfingaferð til Spánar en liðið leikur síðasta leikinn í Lengjubikarnum þann 16. apríl gegn ÍBV.

Fyrri greinSelfoss vann Þrótt og mætir Þrótti
Næsta greinElín Heiða og Samúel í stjórn LK