Selfoss enn án sigurs

Breki Baxter sækir að marki Gróttu í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tók á móti Gróttu í A-deild deildarbikars karla í knattspyrnu á Selfossvelli í dag.

Gróttumenn voru sterkari í leiknum og þeir komust í 0-2 í fyrri hálfleik. Þær reyndust lokatölur leiksins, því síðari hálfleikurinn var markalaus. Selfyssingar bíða því enn um sinn eftir fyrsta sigri sínum í deildarbikarnum.

Ægismenn hófu keppni í B-deildinni í gærkvöldi og töpuðu 2-0 fyrir KV á útivelli í vesturbæ Reykjavíkur.

Fyrri greinSlasaðist í vélsleðaslysi við Tjaldafell
Næsta greinTap gegn toppliðinu