Selfoss enn á sigurbraut

Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss heimsótti KÞ á Þróttaravöllinn í Laugardal í 2. deild kvenna í knattspyrnu í kvöld.

Selfyssingar komust yfir strax á 10. mínútu með marki frá Juliana Paoletti og það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Þær vínrauðu gerðu síðan út um leikinn á upphafsmínútum síðari hálfleiks en þær Guðmunda Brynja Óladóttir og Lovísa Guðrún Einarsdóttir skoruðu sitthvort markið með þriggja mínútna millibili. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur urðu 3-0.

Selfyssingar hafa spilað níu leiki í deildinni og hafa fullt hús stiga, eru með 27 stig á toppnum en þar á eftir koma ÍH og Völsungur með 21 stig, ÍH á tvo leiki til góða á Selfoss og Völsungur einn.

Fyrri greinSmáskjálftahrina í Eyjafjallajökli
Næsta greinFeðgarnir opna tónlistarhátíðina „Englar og menn“