Selfoss endurheimti titilinn

Unglingamót HSK fór fram samhliða Aldursflokkamóti HSK í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika um síðustu helgi. Umf. Selfoss náði að endurheimta efsta sæti stigakeppninnar.

Níu lið sendu keppendur til leiks og voru 45 keppendur skráðir á mótið sem er lítilleg fjölgun frá síðasta ári.

Umf. Selfoss náði að endurheimta efsta sæti stigakeppninnar að nýju eftir að hafa misst titilinn til Umf. Þórs á síðasta ári. Selfoss fékk 256 stig að þessu sinni en í öðru sæti varð íþróttafélagið Garpur með 123 stig. Umf. Þór náði svo þriðja sætinu með 69 stig.

Skemmtilegt mót en gaman hefði verið að sjá fleiri þátttakendur í elstu aldursflokkunum.

Heildarstigakeppi félaga:
1. Umf. Selfoss 254 stig
2. Íþr.f. Garpur 122 stig
3. Umf. Þór 69 stig
4. Þjótandi (Vaka, Baldur, Samhygð) 33 stig
5. Íþr.f. Dímon 31 stig
6. Umf Hrunamanna 29 stig
7. Umf.Laugdæla 15 stig
8. Umf. Biskupstungna 3 stig

Fyrri greinBókabæirnir boða til fundar
Næsta greinBjörgvin hættur sem sveitarstjóri