Kvennalið Selfoss fer til Grikklands og mætir AEK Aþenu í 1. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta í haust.
Dregið var í fyrstu umferðir Evrópukeppninnar í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg í morgun.
Fyrri leikur liðanna fer fram í Aþenu 27.-28. september og síðari leikurinn verður viku síðar á Selfossi.
AEK lenti í fjórða sæti í grísku deildinni á síðasta tímabili.
