Selfoss dróst gegn AEK Aþenu

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Sel­foss fer til Grikk­lands og mæt­ir AEK Aþenu í 1. um­ferð Evr­ópu­bik­ars kvenna í hand­bolta í haust.

Dregið var í fyrstu umferðir Evrópukeppninnar í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg í morgun.

Fyrri leikur liðanna fer fram í Aþenu 27.-28. september og síðari leikurinn verður viku síðar á Selfossi.

AEK lenti í fjórða sæti í grísku deild­inni á síðasta tíma­bili.

Fyrri greinÚtibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast
Næsta greinSuðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss