Selfoss varð í dag deildarbikarmeistari í C-deild kvenna í knattspyrnu eftir 0-1 sigur á Völsungi í úrslitaleik á Húsavík.
Leikurinn var markalaus í fyrri hálfleik en um miðjan seinni hálfleikinn kom Embla Dís Gunnarsdóttir Selfyssingum yfir. Það reyndist eina mark leiksins og Selfyssingar fögnuðu vel í leikslok.
Selfoss hefur einu sinni áður fagnað deildarbikarmeistari í kvennaflokki, í C-deild árið 2011.