Selfoss byrjar Lengjuna á sigri

Hrvoje Tokic skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss sigraði Álftanes á útivelli í fyrstu umferð B-deildar Lengjubikars karla í knattspyrnu á Bessastaðavelli í dag.

Álftanes komst yfir í leiknum en Valdimar Jóhannsson jafnaði metin fyrir Selfyssinga. Valdimar var síðan aftur á ferðinni í vítateig Álftanes þegar brotið var á honum og Selfoss fékk vítaspyrnu. Hrvoje Tokic fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Staðan var 1-2 í hálfleik og fleiri urðu mörkin ekki í seinni hálfleiknum.

Selfoss hefur 3 stig í riðlinum, eins og ÍR og Elliði, en Selfoss mætir einmitt Elliða um næstu helgi.

Fyrri grein„Staðfesting á því að við séum að gera góða hluti“
Næsta grein„Að teikna og mála jafn nauðsynlegt og að sofa og borða“