Selfoss byrjar gegn Fylki úti

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu hefur keppni á Íslandsmótinu næsta sumar á útileik gegn Fylki.

Þetta kom í ljós um helgina þegar dregið var í töfluröð á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Fyrsti heimaleikur Selfyssinga er Suðurlandsslagur gegn ÍBV.

Karlalið Selfoss hefur leik í 1. deildinni með útileik gegn BÍ/Bolungarvík en fyrsti heimaleikurinn er gegn HK í 2. umferð.

Ægismenn byrja á heimavelli í 2. deild karla þegar Huginn frá Seyðisfirði kemur í heimsókn.

Með því að smella á tenglana hér að neðan má sjá hvað félög mætast í hverri umferð í þessum deildum en athuga skal að hafa leikjaniðurröðunina í umferðaröð.

Pepsi-deild kvenna

Pepsi-deild karla

1. deild karla

2. deild karla

Fyrri greinMikilvægt að þjónustan skerðist ekki
Næsta greinUppkjaftaðir ungfolar og niðurníddir gamalgraddar