Selfoss byrjar gegn Fjölni

Selfyssingar mæta Fjölni á heimavelli í 1. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu næsta sumar.

Í dag var dregið í töfluröð í þremur efstu deildum Íslandsmótsins á formanna- og framkvæmdastjórafundi KSÍ.

Í lokaumferðinni mætast liðin sem féllu úr Pepsi-deildinni í haust, Selfoss og Haukar, á Selfossi.

Leikjaniðurröðun í 1. deild karla 2011

Tengdar fréttir:
2. deild: Árborg – Hamar í 2. umferð