Selfoss byrjar á sigri

Katla María Magnúsdóttir var markahæst Selfyssinga í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Endurkoma Selfosskvenna í Olísdeildina lukkaðist vel en liðið vann öruggan sigur á HK á útivelli í kvöld, 25-32.

Selfoss hafði frumkvæðið allan tímann, leiddi 15-17 í hálfleik, og munurinn jókst svo til muna á lokakafla leiksins.

Katla María Magnúsdóttir átti frábæran leik fyrir Selfoss, var sterk bæði í vörn og sókn og skoraði 9/4 mörk, Rakel Guðjónsdóttir skoraði 8, Tinna Soffía Traustadóttir 6 og þær Tinna Sigurrós Traustadóttir, Ásdís Þóra Ágústsdóttir og Roberta Stropus skoruðu allar 3 mörk og Ásdís Þóra átti sex stoðsendingar að auki.

Ágústa Tanja Jóhannsdóttir varði 8 skot í marki Selfoss og var með 44% markvörslu og Áslaug Ýr Bragadóttir varði 2 skot og var með 15% markvörslu.

Fyrri greinSigurmark seint í uppbótartíma
Næsta grein„Frábært að geta boðið fólki hingað“