Selfoss byrjar á sigri

Roberta Stropé skoraði 6 mörk. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss hóf leik á Ragnarsmótinu í handbolta í dag þegar liðið lék gegn ÍBV. Selfoss vann nokkuð öruggan sigur, 33-27.

Selfyssingar byrjuðu leikinn af krafti og komust í 10-3. Þá tóku Eyjakonur við sér er forskot Selfoss var öruggt og staðan var 17-12 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var jafnari en ÍBV tókst ekki að brúa bilið og Selfoss fagnaði sigri.

Roberta Stropus var markahæst Selfyssinga með 11 mörk, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir skoraði 6, Rakel Guðjónsdóttir 5, Adela Eyrún Jóhannsdóttir, Inga Sól Björnsdóttir og Katla Björg Ómarsdóttir skoruðu allar 3 mörk og Katla María Magnúsdóttir 2. Cornelia Hermansson varði vel í marki Selfoss í upphafi leiks, tók samtals 10 bolta og Áslaug Ýr Bragadóttir varði 6 skot.

Nú klukkan 20 mætast Fram og Stjarnan en á fimmtudag leika ÍBV og Fram kl. 17:45 og Selfoss mætir Stjörnunni kl. 20:00.

Fyrri greinLjósakvöld í Múlakoti
Næsta greinSelfoss-Karfa samdi við nítján leikmenn