Selfoss byrjaði á tapleik

Einar Sverrisson var markahæstur Selfyssinga í kvöld. Ljósmynd/Jóhannes Eiríksson

Selfoss tapaði 24-28 gegn Fram í fyrstu umferð Ragnarsbikarsins í handbolta, en mótið hófst í Iðu á Selfossi í kvöld.

Einar Sverrisson var markahæstur Selfyssinga með 4/1 mörk, Ragnar Jóhannsson, Hergeir Grímsson og Guðjón Baldur Ómarsson skoruðu 3, Arnór Logi Hákonarson 3/1, Elvar Elí Hallgrímsson og Sigurður Snær Sigurjónsson 2 og þeir Gunnar Flosi Grétarsson, Karolis Stropus, Vilhelm Freyr Steindórsson og Alexander Egan skoruðu allir 1 mark.

Sölvi Ólafsson varði 8 skot í marki Selfoss og Jón Þórarinn Þorsteinsson 3.

Mótið heldur áfram á morgun en þá mætast Stjarnan og Haukar kl. 18:30 og Fram og Afturelding kl. 20:15. Frítt er inn á alla leiki mótsins og einnig er það sent út á Selfoss TV.

Fyrri greinHólmfríður leggur skóna á hilluna
Næsta greinAð selja frá sér hugvitið