Selfoss byrjaði á jafntefli

Hans Jörgen Ólafsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar hófu keppni á Ragnarsmóti karla í handbolta í kvöld þegar liðið mætti KA í Set-höllinni á Selfossi. Eftir hnífjafnan leik skildu liðin jöfn, 26-26.

KA leiddi í leikhléi, 11-12, en munurinn var lítill allan tímann, liðin skiptust á um að hafa forystunar og oftast skildi ekki nema eitt mark liðin.

Hans Jörgen Ólafsson var markahæstur Selfyssinga með 7 mör, Tryggvi Sigurberg Traustason skoraði 6, Álvaro Mallols 3, Hannes Höskuldsson, Haukur Páll Hallgrímsson og Vilhelm Freyr Steindórsson 2 og þeir Sæþór Atlason, Gunnar Kári Bragason, Richard Sæþór Sigurðsson og Elvar Elí Hallgrímsson skoruðu allir 1 mark.

Alexander Hrafnkelsson varði 11 skot í mark Selfoss og Vilius Rasimas 6.

Í hinum leik kvöldsins sigraði Grótta ÍR 39-31 en staðan var 19-17 í hálfleik. Grótta mætti Víkingi í opnunarleik mótsins á mánudagskvöld og sigraði þá 28-25. Sama kvöld átti Selfoss að mæta ÍBV en rúta Eyjamanna bilaði í Landeyjahöfn og leiknum var frestað til föstudagskvölds kl. 19:45.

Fyrri greinAflýst: Skottsölu-markaður á laugardaginn
Næsta greinLeikfélag Rangæinga fékk fyrsta styrkinn úr menningarsjóðnum