Selfoss bikarmeistari í 5. flokki kvenna

Bikarmeistararnir taka við verðlaunum sínum í Laugardalshöllinni. Ljósmynd/HSÍ

Selfoss varð í um helgina bikarmeistari í handbolta í 5. flokki kvenna yngra ári, eftir glæsilegan sigur á HK, 22-18, í Laugardalshöllinni.

Leikurinn var spennandi lengi vel en HK leiddi í hálfleik, 9-10. Selfyssingar voru sterkari í seinni hálfleik og sýndu frábær tilþrif á lokakaflanum og tryggðu sér sigurinn.

Þetta er annar bikarmeistaratitill þessara stúlkna, sem fæddar eru árið 2011, en þær urðu bikarmeistarar í 6. flokki eldri í fyrra og hafa verið nánast ósigrandi á Íslandsmótinu í gegnum tíðina.

Þjálfari liðsins er Guðmundur Garðar Sigfússon og honum til aðstoðar er Carlos Martin Santos.

Stærstur hluti þessa liðs er einnig í liði Selfoss í 5. flokki á eldra ári, sem komst einnig í bikarúrslitin. Þar mættu Selfyssingar Val en þar fór svo að Valsstúlkur sigruðu 17-15 og tryggðu sér titilinn.

Ljósmynd/HSÍ
Fyrri greinDansað gegn ofbeldi
Næsta greinHafsteinn íþróttamaður Hamars 2023