Selfoss átti engin svör gegn meisturunum

Sif Atladóttir í baráttunni um boltann í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss tapaði 0-3 þegar Íslandsmeistarar Vals komu í heimsókn á Jáverk-völlinn í Bestu deildinni í knattspyrnu í dag.

Valur gerði út um leikinn með tveimur mörkum með þriggja mínútna millibili um miðjan fyrri hálfleikinn.

Staðan var 0-2 í leikhléi og þó að leikur Selfoss hafi skánað í seinni hálfleik voru færin af skornum skammti. Valur skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu þegar korter var liðið af seinni hálfleik og þar með var öll von Selfyssinga úti.

Valur er í 2. sæti deildarinnar með 26 stig, eins og topplið Breiðabliks en Selfoss er á botninum með 7 stig.

Fyrri greinTuttugu farþegar selfluttir í Landmannalaugar
Næsta greinMikilvægt að kunna að slaka á