Selfoss aftur á sigurbraut

Rakel Guðjónsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann góðan sigur á ungmennaliði HK í Grill 66 deild kvenna í handbolta á útivelli í dag, 23-26.

Selfyssingar lögðu grunninn að sigrinum með góðum fyrri hálfleik en staðan var 9-15 í leikhléi. Selfoss skoraði fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og komst í 9-18 en eftir það hafði HK-u frumkvæðið og náði að minnka muninn niður í þrjú mörk. 

Hulda Dís Þrastardóttir og Katla María Magnúsdóttir skoruðu báðar 6/2 mörk fyrir Selfoss, Rakel Guðjónsdóttir 4, Tinna Traustadóttir og Katla Björg Ómarsdóttir 3, Agnes Sigurðardóttir 2 og þær Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir og Elín Krista Sigurðardóttir skoruðu sitt markið hvor.

Henriette Östergård varði 13 skot í marki Selfoss og var með 43% markvörslu.

Selfoss svaraði þar með vel fyrir sig eftir að hafa tapað óvænt fyrir Fjölni í síðustu umferð. Liðið er nú í 3. sæti deildarinnar með 10 stig en HK-u er í 9. sætinu með 4 stig.

Fyrri greinSkógræktin metur bindingu í skógi BYKO á Drumboddsstöðum
Næsta greinTólf umferðarslys í dagbók lögreglunnar