Selfoss áfram í bikarnum

Kvennalið Selfoss er komið í 8-liða úrslit bikarkeppninnar í handbolta eftir öruggan útisigur á FH í Kaplakrika í kvöld.

Selfyssingar höfðu góð tök á leiknum heilt yfir, leiddu 7-11 í hálfleik en forskotið jókst enn frekar í síðari hálfleik. Lokatölur urðu 16-22.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var í stuði og skoraði 8 mörk, Harpa Brynjarsdóttir og Carmen Palamariu skoruðu báðar 3 mörk, Þuríður Guðjónsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir 2 og þær Kara Rún Árnadóttir, Kristrún Steinþórsdóttir, Margrét Katrín Jónsdóttir og Thelma Sif Kristjánsdóttir skoruðu allar 1 mark.

Katrín Ósk Magnúsdóttir var í stuði í rammanum, varði 17 skot og var með 52% markvörslu.

Fyrri greinKveikt á jólaljósunum í Árborg á fimmtudaginn
Næsta grein50% afsláttur á leikskólagjöld og elsta árið frítt