Selfoss á toppnum

Kvennalið Selfoss er á toppi B-riðils 1. deildar kvenna í knattspyrnu eftir 0-1 sigur á ÍR á útivelli í kvöld.

Fyrri hálfleikur var markalaus en Anna María Friðgeirsdóttir skoraði sigurmark leiksins á 72. mínútu.

Selfossliðið er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og hefur enn ekki fengið á sig mark.