Selfoss á toppnum þrátt fyrir fyrsta tapið

Brenna Lovera skoraði mark Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu tapaði sínum fyrsta leik í Pepsi Max deildinni í sumar þegar liðið heimsótti ÍBV á Hásteinsvöll í dag.

Selfoss byrjaði frábærlega og Brenna Lovera kom þeim yfir strax á 2. mínútu eftir góðan undirbúning Barbáru Gísladóttur. Það var hávaðarok í Eyjum og veðrið setti mikinn svip á leikinn. ÍBV lék undan vindi í fyrri hálfleik og á 37. mínútu nýtti Þóra Björg Stefánsdóttir sér það og skoraði með frábæru skoti.

Staðan var 1-1 í hálfleik en ÍBV komst yfir á 62. mínútu eftir vandræðagang í vörn Selfoss. Skot DB Pridham fór af varnarmanni og í netið.

Bæði lið fengu mjög góð færi á síðasta korterinu en mörkin urðu ekki fleiri. Þrátt fyrir tapið heldur Selfoss toppsætinu með 13 stig.

Fyrri greinMessa og kökubasar á Stokkseyri
Næsta greinJafnt í einvígi Hamars og Vestra