Selfoss á harma að hefna gegn Fram

Selfoss og Fram áttust við í undanúrslitum keppninnar í Laugardalshöllinni síðasta vetur.

Selfoss dróst gegn Fram í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta en dregið var í hádeginu í dag.

Leikurinn fer fram á heimavelli Fram, 12. eða 13. desember. Selfyssingar munu væntanlega mæta til leiks staðráðnir í því að kvitta fyrir tapið gegn Fram í undanúrslitum keppninnar síðasta vetur. Því má bæta við að Selfoss mætir Fram í heimaleik í Olísdeildinni í kvöld kl. 19.30.

Mílan tekur einnig þátt í bikarkeppninni í vetur en Mílumenn fengu heimaleik gegn Þrótti.

Meðal annarra stórleikja í 16-liða úrslitunum eru Haukar-Afturelding og ÍBV-Grótta.

Drátturinn í heild sinni:
Víkingur – FH
HK – Valur
Valur 2 – Fjölnir
ÍBV – Grótta
ÍBV 2 – ÍR
Mílan – Þróttur
Haukar – Afturelding
Fram – Selfoss

Fyrri greinMikil brennisteinslykt við Sólheimajökul
Næsta greinStjórnendur styðja Ljósið