Selfoss 2 valtaði yfir Fjölni

Jason Dagur Þórisson. Ljósmynd/Selfoss

Selfoss 2 vann stórsigur á Fjölni í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur í Grafarvoginum urðu 27-40.

Selfoss 2 leiddi nær allan leikinn, þeir voru komnir með fimm marka forystu um miðjan fyrri hálfleikinn, 8-13, og staðan í hálfleik var 16-20.

Þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum skoruðu Selfyssingar fjögur mörk í röð og náðu átta marka forskoti, 22-30. Þá voru úrslitin ráðin og Selfoss bætti enn frekar í forskotið á lokakaflanum.

Hákon Garri Gestsson var markahæstur Selfyssinga með 10 mörk, Jason Dagur Þórisson skoraði 8, Daníel Arnar Víðisson og Dagur Rafn Gíslason 5, Ragnar Hilmarsson 4, Dagbjartur Máni Björnsson 3, Bjarni Valur Bjarnason 2 og þeir Bartosz Galeski, Jónas Karl Gunnlaugsson og Hilmar Bjarni Ásgeirsson skoruðu 1 mark hver.

Ísak Kristinn Jónsson varði 14 skot í marki Selfoss og Einar Gunnar Gunnlaugsson 1.

Selfoss 2 er í 6. sæti deildarinnar með 12 stig en Fjölnir í 7. sætinu með 11 stig.

Fyrri greinHjónin mættust á hliðarlínunni
Næsta greinSelfoss og Hamar töpuðu