Selfoss 2 vann öruggan sigur á Hvíta riddaranum í 1. deild karla í handbolta í kvöld þegar liðin mættust í Mosfellsbæ. Lokatölur urðu 28-35.
Selfoss 2 byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 1-7. Hvíti riddarinn náði að minnka muninn í 10-11 en þá tóku Selfyssingar aftur við sér og staðan var 16-21 í hálfleik. Það var lítil spenna í seinni hálfleiknum þar sem Selfyssingar héldu Riddurunum í öruggri fjarlægð allan tímann.
Hákon Garri Gestsson var markahæstur Selfyssinga með 14 mörk, Anton Breki Hjaltason skoraði 6, Skarphéðinn Steinn Sveinsson, Kristján E. Kristjánsson og Ragnar Hilmarsson 3, Guðjón Óli Ósvaldsson 2 og þeir Dagbjartur Máni Björnsson, Jónas Karl Gunnlaugsson, Jón Valgeir Guðmundsson og Bjarni Valur Bjarnason skoruðu allir 1 mark. Ísak Kristinn Jónsson varði 13 skot í marki Selfoss 2.
Selfoss 2 er í 5. sæti deildarinnar með 10 stig en Hvíti riddarinn í 8. sæti með 6 stig.
