Sara íþróttamaður Rangárþings ytra 2022

Erla Sigríður Sigurðardóttir, formaður heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar, afhenti Söru viðurkenninguna. Ljósmynd/Rangárþing ytra

Hestakonan Sara Sigurbjörnsdóttir er íþróttamaður Rangárþings ytra 2022. Sara býr og starfar í Oddhól og keppir fyrir Hestamannafélagið Geysi.

Sara átti frábært keppnisár 2022 með Flóka og Flugu frá Oddhól. Hún varð Reykjavíkurmeistari, Landsmótssigurvegari og Íslandsmeistari í fimmgangi F1 á Flóka og Reykjavíkurmeistari í fjórgangi V1 á Flugu.

Í greinargerð með valinu segir að Sara sé frábær fyrirmynd innan vallar sem utan og hefur verið með fremstu knapa í hestaíþróttum síðustu ár. Hún sé vel að þessari viðurkenningu komin. Það var Erla Sigríður Sigurðardóttir, formaður heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar, sem afhenti Söru viðurkenninguna.

Fyrri greinTæp 151 milljón króna til verkefna á Suðurlandi
Næsta greinHeart Attack Drag show kemur á Selfoss