Sannfærandi sigur KFR

Rangæingar fagna sigri. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

KFR vann öruggan sigur á Samherjum í C-deild deildarbikars karla í knattspyrnu, en liðin mættust á Leiknisvellinum í Breiðholti í dag.

Fyrri hálfleikur var markalaus en strax í upphafi síðari hálfleiks kom Stefán Bjarki Smárason Rangæingum yfir. Ívan Breki Sigurðsson bætti við öðru marki skömmu síðar og um miðjan seinni hálfleikinn kom Helgi Valur Smárason KFR í 3-0. Ívan Breki kórónaði svo 4-0 sigur KFR undir lok leiks.

Þetta var fyrsti leikur KFR í riðlinum og þeir sitja nú í toppsæti hans. Aðrir andstæðingar KFR í deildarbikarnum eru KFB, KH og Smári.

Fyrri greinÞrjú mörk á lokakaflanum
Næsta greinVítaspyrna Tokic skildi á milli liðanna