Sannfærandi sigur gestanna

KFR tapaði mikilvægum stigum í toppslag B-riðils 3. deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

Rangæingar fengu Léttismenn í heimsókn á Hvolsvöll og gestirnir voru sterkari lengstan hluta leiksins. Léttismenn náðu strax góðum tökum á miðjunni og áttu hættulegar sóknir en staðan var 0-1 í hálfleik.

Léttir komst í 0-3 um miðjan seinni hálfleik og þá kviknaði loksins ljós hjá KFR sem komust betur í takt við leikinn og Bjarki Axelsson minnkaði muninn í 1-3. Gestirnir juku forskotið aftur strax í næstu sókn og lokatölur urðu 1-4.

Lykilmenn vantaði í lið KFR en Reynir Björgvinsson er meiddur og Jóhann Gunnar Böðvarsson tók út leikbann og munar um minna þar sem breiddin hjá KFR er ekki mikil.

B-riðillinn er búinn að vera í hnút í allt sumar og sá hnútur er ekki að leysast. Þegar þrjár umferðir eru eftir er KFR í 5. sæti með 19 stig og sex lið eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina.

STAÐAN Í B-RIÐLI
22 stig – KV, +6 mörk
20 stig – Léttir, +15 mörk
20 stig – Ýmir, +15 mörk
19 stig – Ægir, +10 mörk
19 stig – KFR, +8 mörk
17 stig – KFS, +7 mörk

Fyrri greinHamar steinlá á Ólafsfirði
Næsta greinÓskar með tvö í fyrsta leik