Sannfærandi hjá Hamri

Hamar vann góðan 2-0 sigur á ÍH í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Axel Ingi Magnússon skoraði bæði mörk Hamars í leiknum. Hann kom Hamri yfir í fyrri hálfleik og skoraði svo annað mark sitt strax í upphafi síðari hálfleiks.

ÍH var meira með boltann í síðari hálfleik en Hamar átti nokkrar skyndisóknir sem sköpuðu mikinn usla. Gestirnir komust nokkrum sinnum í ágæt færi en Björn Aðalsteinsson var vel á verði í marki Hamars.

Hamarsmenn eru nú komnir upp í 4. sæti með fjögur stig en sjö lið fyrir neðan eiga leik til góða á Hvergerðingana.