Sannfærandi hjá Þórsurum

Þórsarar unnu sannfærandi útisigur á Ármenningum í 1. deild karla í körfubolta í dag, 78-119.

Fyrsti leikhluti var í járnum en í 2. leikhluta skoruðu Þórsarar 44 stig gegn 17 og leiddu í hálfleik, 38-67. Munurinn hélst sá sami fram í 4. leikhluta þegar Þórsarar juku forskotið enn frekar og að lokum skildu 41 stig liðin að.

Þorsteinn Ragnarsson fór mikinn í liði Þórs og skoraði 28 stig, Eric Palm skoraði 19, Baldur Ragnarsson 18, Philip Perre 14 og Emil Karel Einarsson 10.

Þórsarar eru í þægilegri stöðu á toppi deildarinnar með 4 stiga forskot á FSu í 2. sæti.