Samningar undirritaðir við vígslu reiðhallar

Sl. laugardag vígði Hestamannafélagið Sleipnir á Selfossi reiðhöllina að Brávöllum formlega að viðstöddu fjölmenni.

Athöfnin hófst með fjölmennri hópreið um Selfoss áður en safnast var saman inn í reiðhöllinni.

Af þessu tilefni voru undirritaður þjónustusamningur milli hestamannafélagsins og Sveitarfélagsins Árborgar. Það voru þeir Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar og Kjartan Ólafsson, formaður Sleipnis sem rituðu undir samningana en þeir fela í sér aukinn styrk frá sveitarfélaginu til uppbyggingar og áframhaldandi styrk til barna- og ungmennastarfs.

Að loknum ávörpum og undirritun var boðið upp á þúsund manna tertu, kaffi og jógúrt.

Fyrri greinBuðu Blikum í markasúpu
Næsta greinTjaldsvæðisleyfið dregið til baka