Samið við unga leikmenn

Handknattleiksdeild Umf. Selfoss hefur gert tveggja ára samninga við sjö unga og efnilega leikmenn.

Þetta eru þeir Árni Geir Hilmarsson og Jóhann Jónsson, báðir fæddir 1993, og þeir Jóhann Erlingsson, Hermann Guðmundsson, Sverrir Pálsson, Daníel Arnar Róbertsson og Jóhann Bragi Guðjónsson, allir fæddir 1994.

„Þetta eru allt strákar sem eru í eða hafa klárað handknattleiksakademíuna á Selfossi. Það er stefna deildarinnar að byggja upp lið að mestu skipað heimamönnum og er þetta liður í því,“ sagði Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson, formaður handknattleiksdeildarinnar, í samtali við sunnlenska.is.

Allir þessir leikmenn urðu meistarar með sínum liðum í vetur í 2. og 3. flokki. Sverri og Daníel hafa leikið með yngri landsliðum Íslands og Jóhann Erlingsson og Jóhann Bragi hafa báðir verið í æfingahópi unglingalandliðs.

Fyrri greinKFR sótti stig á Eskifjörð
Næsta greinLögreglan hvetur ferðamenn til að sýna þolinmæði