Samið við Björgunarfélagið

Á síðasta fundi framkvæmdanefndar landsmóta á Selfossi var skrifað undir samning við Björgunarfélag Árborgar vegna aðkomu félagsins að mótshaldinu.

Björgunarfélagið mun hafa yfirumsjón með gæslu á mótinu og sjá um flugeldsasýningu á mótsslitum.

Á myndinni eru Þórir Haraldsson formaður framkvæmdanefndar landsmóta og Inga Birna formaður Björgunarfélags Árborgar að handsala samninginn.