Sam skaut Björninn niður

Kristjan Stosic sækir að marki Bjarnarins í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar tyllti sér á toppinn á riðli 3 í C-deild deildarbikars karla í knattspyrnu í kvöld með 1-0 sigri á Birninum á Selfossvelli.

Sam Malson skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik og fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir ágætar sóknir beggja liða.

Hamar er með 6 stig á toppi riðilsins en Björninn er í 4. sæti með 3 stig. 

Fyrri greinUngu mennirnir véku fyrir Víkingum
Næsta greinÍbúar í Þorlákshöfn beðnir um að halda sig inni