Sam Malsom í Hamar

Knattspyrnumaðurinn Sam Malsom skrifaði á dögunum undir samning við Hamar í Hveragerði um að spila með liðinu í 4. deild í sumar. Malsom er fljótur og teknískur sóknarmaður.

Malsom, sem er 29 ára, ólst upp hjá Plymouth í Englandi en eftir dvölina þar hefur hann komið víða við á sínum knattspyrnuferli. Hann hefur spilað sem atvinnumaður í Færeyjum, Svíþjóð, Kýpur, Englandi og Íslandi.

Meðal annars hefur hann spilað í 2. deildinni á Englandi með Hereford United, spilað fjóra leiki í Evrópudeildinni með B36 í Færeyjum. Hann spilaði svo 10 leiki með Þrótti í Pepsí deildinni og skoraði 4 mörk í þeim leikjum.

Sam mun án efa styrkja lið Hamars í baráttunni um að komast í 3. deild, enda gríðarlega sterkur leikmaður með mikla reynslu.

Hann mun einnig koma að þjálfun yngri flokka á meðan hans dvöl stendur í Hveragerði svo ungir iðkendur í Hamri munu einnig njóta krafta hans.

Fyrri greinLíkfundur á Selfossi
Næsta greinEngar vísbendingar um saknæman verknað