Sætur sigur á Nesinu

Katla María Magnúsdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann sætan sigur á Gróttu í toppslag Grill-66 deildar kvenna í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld, 26-32.

Jafnt var á nær öllum tölum fram yfir miðjan fyrri hálfleikinn en þá tóku Selfyssingar sprett og breyttu stöðunni í 10-14. Staðan var 13-18 í hálfleik. Selfoss náði sjö marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks og hélt eftir það öruggu forskoti allt til leiksloka.

Katla María Magnúsdóttir var markahæst Selfyssinga með 10 mörk, Harpa Valey Gylfadóttir skoraði 6, Arna Kristín Einarsdóttir 5, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Tinna Sigurrós Traustadóttir og Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 3 og Hulda Hrönn Bragadóttir skoraði 1 mark.

Cornelia Hermansson varði 5 skot í marki Selfoss og Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 4.

Selfoss er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar nú þegar tekur við landsleikjahlé. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Haukum í Set-höllinni 19. október.

Fyrri greinGekk hratt að rýma hótelið og allt fór vel
Næsta grein„Hálf súrrealískt tilfinning“