Sabrína semur við ÍBV

Sabrína Lind Adolfsdóttir frá Hvolsvelli er fyrsta knattspyrnukonan úr samstarfi Knattspyrnufélags Rangæinga og ÍBV sem gerir samning við meistaraflokk ÍBV.

Á heimasíðu ÍBV kemur fram að þetta sé merki þess hversu vel samstarf félaganna tveggja gengur en þau eru með sameiginlega yngri flokka.

Sabrína var einn besti leikmaður 3. flokks ÍBV/KFR í sumar auk þess sem hún lék stórt hlutverk í vörninni hjá 2. flokki.

Sabrína er nú flutt til Vestmannaeyja til að geta tekið þátt í Akademíu ÍBV og Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Sabrína bankar fast á dyr U17 ára landsliðsins og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni.