Sabína ráðin til UMFÍ

Laugvetningurinn Sabína Steinunn Halldórsdóttir hefur hafið störf sem landsfulltrúi Ungmennafélags Íslands.

Málaflokkar hennar tengjast m.a. fræðslu- og forvarnarmálum ungmennafélagshreyfingarinnar og erlendum samskiptum.

Sabína útskrifaðist sem BS í íþróttafræðum frá Kennaraháskóla Íslands 2002 og M.ed í íþrótta- og heilsufræðum frá Háskóla Íslands 2010. Áður en Sabína kom til starfa hjá UMFÍ vann hún við endurhæfingu blindra og sjónskerta.

,,Ég er mjög spennt að hefja störf innan UMFÍ. Ég hef lifað og hrærst í íþróttum frá unga aldri og einnig komið mikið nálægt þjálfun. Áhugamál mín lúta að almenri hreyfingu, íþróttum og útivist,“ segir Sabína Steinunn á vef UMFÍ.