Sætur sigur á útivelli

Hamar vann mikilvægan sigur í botnbaráttu Domino’s-deildar kvenna í körfubolta í dag þegar liðið lagði KR á útivelli.

KR hafði frumkvæðið í 1. leikhluta og leiddi að honum loknum, 15-12. Annar fjórðungurinn var jafn en staðan í hálfleik var 31-29.

Það var mjög lítið skorað í 3. leikhluta en Hamar vann leikhlutann 8-10 og staðan því jöfn að honum loknum, 39-39. Sydnei Moss skoraði öll stig Hamars í þessum leikhluta.

Á lokasprettinum voru Hvergerðingar sterkari en Hamar náði sjö stiga forystu í upphafi 4. leikhluta, 42-49. KR svaraði með tíu stigum í röð og komst þremur stigum yfir. Staðan var 55-54 þegar mínúta var eftir af leiknum en Hamar skoraði síðustu fjögur stigin og tryggði sér sætan sigur.

Sydnei Moss var stigahæst hjá Hamri með 24 stig, Salbjörg Sævarsdóttir skoraði 12, Freyja Fanndal Sigurjónsdóttir 8, Sóley Guðgeirsdóttir 5, Heiða Valdimarsdóttir 4, Þórunn Bjarnadóttir 3 og Kristrún Rut Antonsdóttir 2.

Hamar er nú í 6. sæti deildarinnar með 10 stig en KR er í 7. sæti með 6 stig.

Fyrri greinHótel Selfoss sigraði á Guðjónsmótinu
Næsta greinRitsmiðja í Hveragerði