Sævar leikmaður umferðarinnar

Fótbolti.net valdi Sævar Þór Gíslason leikmann 2. umferðar Pepsi-deildar karla en fjórir Selfyssingar eru í liði umferðarinnar.

Sævar og Jón Daði Böðvarsson eru í liði umferðarinnar ásamt Ingólfi Þórarinssyni en Fótbolti.net stillir upp í 4-3-3. Fjórði Selfyssingurinn er Guðmundur Benediktsson sem valinn var þjálfari umferðarinnar.

Þess má reyndar geta að Þorlákshafnarbúar eiga sinn fulltrúa í liði vikunnar því Framarinn Jón Guðni Fjóluson var einnig valinn í liðið.

Uppgjör umferðarinnar má lesa hér og viðtal við Sævar Þór hér.