Sætur sigur á Skaganum

Hamar vann góðan útisigur á ÍA í fyrsta leik sínum í 1. deild karla í körfubolta í vetur. Lokatölur urðu 72-76.

Leikurinn var jafn allan tímann, 17-17 eftir 1. leikhluta en Hamar náði góður forskoti í 2. leikhluta, 26-40. Skagamenn skoruðu hins vegar síðustu níu stigin í fyrri hálfleik og staðan var 35-40 í hálfleik.

ÍA komst fljótlega yfir í 3. leikhluta en ellefu stig frá Julian Nelson á síðustu fimm mínútum leikhlutans héldu Hamri inni í leiknum og staðan var 55-55 þegar síðasti fjórðungurinn hófst. Þar var allt í járnum þar til á lokamínútunni að Hamarsmenn nýttu sínar sóknir betur og kláruðu leikinn á vítalínunni.

Nelson var bestur í liði Hamars í gærkvöldi, skoraði 29 stig.

Tölfræði Hamars: Julian Nelson 29/6 fráköst, Ísak Sigurðarson 13, Þorgeir Freyr Gíslason 11/6 fráköst/5 stoðsendingar, Smári Hrafnsson 8, Oddur Ólafsson 7/7 fráköst, Arnór Ingi Ingvason 5, Guðjón Ágúst Guðjónsson 3/7 fráköst, Kristinn Ólafsson 8 fráköst.

Fyrri greinHáspenna-Framlenging í Grindavík
Næsta greinSöngur og leikur í 70 ár