Rútuferðir í Bláfjöll frá Selfossi

Ljósmynd/Vetraríþróttir á Selfossi

Ungmennafélag Selfoss í samstarfi við rútufyrirtækið Guðmund Tyrfingsson býður upp á sætaferðir á skíðasvæðið í Bláfjöllum í febrúar.

Fyrsta ferðin verður farin á morgun, laugardaginn 2. febrúar, og er lagt af stað frá Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss, klukkan 10:00. Einnig verður stoppað við N1 í Hveragerði.

Heimferð úr Bláfjöllum er klukkan 14:00 og áætluð heimkoma á Selfoss kl. 15:00.

Það kostar kr. 2.500 í rútuna og er hægt að greiða með greiðslukorti eða peningum í rútunni.

Allar nánari upplýsingar má finna á fésbókarsíðunni Vetraríþróttir á Selfossi og nágrenni.

Upplýsingar um frekari áætlun í febrúar kemur á næstu dögum.

Fyrri greinMikilvægt að láta vita strax um laus hross
Næsta greinFimm sunnlensk verkefni fengu úr Tónlistarsjóði